‏ Psalms 30

1Musterisvígsluljóð. Davíðssálmur. 2Ég tigna þig, Drottinn, því að þú hefir bjargað mér og eigi látið óvini mína hlakka yfir mér. 3Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig. 4Drottinn, þú heimtir sál mína úr Helju, lést mig halda lífi, er aðrir gengu til grafar. 5Syngið Drottni lof, þér hans trúuðu, vegsamið hans heilaga nafn. 6Andartak stendur reiði hans, en alla ævi náð hans. Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni. 7En ég uggði eigi að mér og hugsaði: ,,Aldrei skriðnar mér fótur.`` 8Drottinn, af náð þinni hafðir þú gjört bjarg mitt stöðugt, en nú huldir þú auglit þitt og ég skelfdist. 9Til þín, Drottinn, kallaði ég, og Drottin grátbændi ég: 10,,Hver ávinningur er í dauða mínum, í því að ég gangi til grafar? Getur duftið lofað þig, kunngjört trúfesti þína? 11Heyr, Drottinn, og líkna mér, ó Drottinn, ver þú hjálpari minn!`` 12Þú breyttir grát mínum í gleðidans, leystir af mér hærusekkinn og gyrtir mig fögnuði, [ (Psalms 30:13) að sál mín megi lofsyngja þér og eigi þagna. Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu. ]
Copyright information for Icelandic
The selected Bible will not be clickable as it does not support the Vocabulary feature. The vocabulary is available by hovering over the verse number.

Everyone uses cookies. We do too! Cookies are little bits of information stored on your computer which help us give you a better experience. You can find out more by reading the STEPBible cookie policy.